Nýr búsetukostur.

Nýr búsetukostur eldri borgara


Á föstudaginn var tekin fyrsta skóflustunga að íbúðum og þjónustumiðstöð
fyrir eldri borgara. Sex íbúar, samtals 512 ára, tóku skóflustunguna og fóru
þeir létt með  að sveifla skóflunum.  Að athöfn lokinni hófst kynningafundur
um verkefnið sem er samstarfsverkefni Búmanna og bæjarins. Markmiðið er að
bjóða upp á  búsetukost í heimabyggð þar sem eldri borgarar geta búið sem
lengst  án þess að missa sjálfstæði sitt eins og gerist á dvalarheimilum. Í
boði verða 13 íbúðir  mismunandi að stærð allt frá 47 fermetrum í 68
fermetra. Íbúar 67 ára og eldri geta keypt búseturétt/eignarhlut í íbúðunum
og síðan valið hvaða  þjónustu þeir óska að nýta sér, sem boðið verður upp á
í þjónustumiðstöðinni. Allt húsið, um 1400 fermertrar er undir sama þaki og
er innangengt  úr íbúðunum inn í þjónustumiðstöðina.
Einnig verða byggð á sömu lóð 6 parhúsaíbúðir sem munu lúta hefðbundnum
reglum Búmannakerfisins það er fyrir 50 ára og eldri.
Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar í september 2007.