Ný stjórn Suðurlinda

Fyrsti aðalfundur Suðurlinda ohf. var haldinn í fundarsal Grindavíkurbæjar 12. maí en félagið var stofnað í árslok 2007. Að því standa Grindavíkurkaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður og Sveitarfélagið Vogar. Tilgangur félagsins er að standa vörð um sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna þriggja og íbúa þeirra varðandi náttúruauðlindir í landi sveitarfélaganna við Trölladyngju, Sandfell og Krýsuvík, m.a. með mögulega nýtingu jarðvarma og eignar og nýtingarétt hvers sveitarfélags fyrir sig.

Ný stjórn Suðurlinda ohf. skipa Birgir Örn Ólafsson, Vogum sem er nýr formaður.
Varaformaður er Ellý Erlingsdóttir, ritari er Gunnar Már Gunnarsson og meðstjórnendur eru Sigmar Eðvardsson og Haraldur Þór Ólafsson. Varamenn eru Gunnar Svavarsson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Hörður Harðarson, Garðar Páll Vignisson og Björn Haraldss