Ný gjaldskrá sveitarfélagsins tekur gildi 1. janúar 2014

Bæjarstjórn Sveitarfélagins Voga samþykkti á fundi sínum þann 11. desember 2013 nýja gjaldskrá sveitarfélagsins, sem tekur gildi 1. janúar 2014. Sveitarfélagið mun áfram leggja á hámarksútsvar, sem nú er 14,48%. Hámarksútsvar kann hugsanlega að breytast í meðförum Alþingis fyrir áramót og hækka í 14,52%. Gangi sú hækkun eftir lækkar ríkissjóður álagningu sína þannig að einungis er um að ræða tilfærslu milli ríkis og sveitarfélaga. Bæjarstjórn ákvað jafnframt að hækka álagningarhlutfall fasteignaskatts í 0,05% af fasteignamati, sem er lögbundið hámark. Á móti hefur vatnsskattur verið lækkaður í 0,08% úr
0,19% af fasteignamati. Almennar gjaldskrárhækkanir sveitarfélagsins verða 5%. Gjaldskrána í heild sinni má sjá á heimasíðu sveitarfélagsins.