Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árin 2013-2016. Útsvarshlutfall verður óbreytt frá fyrra ári, sama er að segja um álagningu fasteignaskatts. Þess ber þó að geta að fasteignamatið sjálft hækkar um 7,5% milli ára, og tekur álagning fasteignaskattsins mið af því. Almennar gjaldskrárhækkanir á þjónustugjöldum sveitarfélagsins verða 7,5%. Gjaldskrána í heild sinni má sjá á
heimasíðu sveitarfélagsins.