FRÉTTATILKYNNING
Barnaplatan USS... USS.. lítur dagsins ljós.
Á sumardaginn fyrsta sendu tónlistarmennirnir Rafn Sigurbjörnsson og Jóhann Morávek frá sér sína fyrstu barnaplötu.
Plata þessi er mjög aðgengileg börnum. 12 frumsamin lög, sérstaklega samin með unga krakka í huga og sungin af börnum. Síðan kemur ÞJÓÐSÖNGUR ÍSLANDS og svo öll 12 lögin aftur, en einungis spiluð. Þannig gefst öllum kostur á að syngja með, hvort sem það er heima, í leikskólanum, bílnum, sumarbústaðnum, hjá afa og ömmu, eða nánast hvar sem er.
64 bls. bók fylgir disknum, þar sem sjá má alla texta og hljómaganginn í lögunum.
Teikningar eftir krakkana í Leikskólanum Suðurvöllum í Vogum prýða bókina ásamt ljósmyndir af öllum flytjendum og þeim hljóðfærum sem notuð eru.
Yfir 30 flytjendur eru á þessum disk, börn úr tónlistarskólanum og leikskólunum Krakkakoti og Lönguhólum Höfn í Hornafirði, ásamt valinkunnum hópi atvinnu hljóðfæraleikara.
Hér er einnig um hljóðfærakynningu að ræða og eru yfir 20 hljóðfæri kynnt, en þó aldrei fleiri en þrjú í hverju lagi.
USS... USS... barnaplötuna má fá í Skífunni (Kringlan, Laugavegi) Hagkaupum, völdum N1 stöðvum, tonlist.is og víða.
Hlusta má á kynningarmyndband á You Tube: http://www.youtube.com/watch?v=BlbQfbAM0Ng
Útgefendur eru þeir Rafn Sigurbjörnsson s:897 2108 ( islandsmyndir@gmail.com ) og Jóhann Morávek s:661 2879 ( moravek@eldhorn.is ) þar sem hægt er að nálgast nánari upplýsingar og panta diskinn.