Föstudaginn 7. desember kom forvarnarfulltrúi frá VÍS í Stóru- Vogaskóla og fór yfir umferðaröryggismál og fleira með nemendum.
Forvarnarfulltrúinn átti gott samtal jafnt við nemendur á unglingastigi og yngri nemendur, og afhenti þeim endurskinsmerki.
Nú í svartasta skammdeginu er mjög mikilvægt að ökumenn fari sér varlega og að gangandi vegfarendur séu með endurskinsmerki.
Rétt er að vekja athygli á því að hámarkshraði við flestar götur í sveitarfélaginu eru 30 km.