Það verður notalegt í nóvember í Eldey frumkvöðlasetri en þá verður opið hús hjá hönnuðum og frumkvöðlum í húsinu.
Fyrsta kvöldið hefst fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20:00 en þá verður boðið upp á pop-up markað fjölda hönnuða af svæðinu, vinnustofur hönnuða og frumkvöðla verða opnar og Maris, hönnunarklasi Suðurnesja tekur þátt.
Fiskland býður upp á nýstárlegar kræsingar sem eru í þróun í setrinu auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar.
Seldir verða miðar í happdrætti til styrktar Krabbameinsfélagi Suðurnesja og gestir geta sett nafn sitt í pott með veglegum vinningum frá hönnuðum í húsinu.
Hljómsveitin Klassart sem nýverið gaf út nýtt efni leikur ljúfa tóna á staðnum og ljósmyndastofan Ozzo býður myndatöku á vinnustofu sinni með jólaívafi.