Norræna bókasafnsvikan verður haldin hátíðleg í 17. sinn þann 11. nóvember næstkomandi.
Af því tilefni mun deild Norræna félagsins í Vogum í samstarfi við Lestrarfélagið Baldur bjóða upp á dagskrá mánudaginn 11. nóvember frá kl. 18:00-19:00 á bókasafninu í Stóru-Vogaskóla.
Lesið verður upp úr skáldverkinu Klakahöllin eftir Tarjei Vesaas, norrænar bókmenntir ræddar og boðið verður upp á norrænar veitingar.
Á bókasafninu verður lögð sérstök áhersla á norrænar bókmenntir fyrir alla aldurshópa en fyrr um daginn verða norræn verk lesin fyrir nemendur Stóru-Vogaskóla og Suðurvalla.
Allir hjartanlega velkomnir!
Komum saman og höfum það notalegt í skammdeginu.
Norræna félagið í Vogum og Lestrarfélagið Baldur
Nánari upplýsingar um Norrænu bókasafnsvikuna má finna á
http://bibliotek.org/is/