Nóg að gerast í Vogunum um helgina

Fyrsti sunnudagur í aðventu 3. desember

Hinn árlegi kökubasar kvenfélagsins Fjólu
Verður haldinn í nýja salnum í húsi björgunarsveitarinnar klukkan 14:00.
Glæsilegar kökur að hætti Fjólukvenna.

Epladagur Minja- og sögufélags Vatnsleysustrandar
Verður haldinn í Norðurkoti frá kl. 13:00 – 15:00.
Jólasýning, kertagerð, spjall og veitingar að hætti hússins.

Guðsþjónusta í Kálfatjarnarkirkju
hefst klukkan 15:00.

Klukkan 17:00 verða jólaljósin tendruð á jólatrénu í Aragerði. Séra Kjartan segir nokkur vel valin orð og Kirkjukórinn syngur.
Nemendur í 1. bekk Stóru-Vogaskóla syngja Snjókorn Falla.
Þess má geta að krakkarnir á leikskólanum Suðurvöllum bjuggu til skrautið sem prýðir jólatréð.
Heyrst hefur að einhverjir af þeim jólasveinabræðrum muni kíkja við með glaðning fyrir börnin.

Fjáröflun 10. bekkjar
Nemendur 10. bekkjar Stóru-Vogaskóla verða með bás í Aragerði. Þar munu þau selja heitt súkkulaði og vöfflur til fjáröflunar fyrir útskriftarferð næsta vor.