Það verður líf og fjör í félagsaðstöðu eldri borgara í Álfagerði nú um helgina.
Föstudagskvöldið 22. maí kl. 20:00 verður haldið söng- og myndakvöld. Sesselja Guðmundsdóttir sýnir þá kvikmyndabrot úr sveitarfélaginu, s.s. vígslu Strandarréttar 1956, kappróður Þróttar 1970 og söng eldri borgara 2009. Sönghópurinn Uppsigling mun syngja (ásamt gestum) dægurlög frá árunum 1940-1960. Þá mun Kvenfélagið Fjóla afhenda brennsluofn sem nýtist í félagsstarfi eldri borgara. Boðið verður upp á kaffi.
Laugardaginn 23. maí verður opið hús í Álfagerði á milli klukkan 13:00 og 17:00. Þar munu eldri borgarar í Sveitarfélaginu sína afrakstur vetrarins á handverkum sínum. Seldar verða vöfflur og kaffi á góðu verði sem rennur í ferðasjóð eldri borgara í Sveitarfélaginu Vogum.
Allir velkomnir