Neyðarstjórn fundaði í dag

Neyðarstjórn Sveitarfélagsins Voga fundaði í dag og er í náinni samvinnu með Almannavarnarnefnd svæðisins. Fylgst er grannt með gangi mála.

Eldgos hófst í Sundhnjúkagígaröðinni nærri Stóra-Skóg­felli rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi, 21. nóvember.  Er þetta 10. eldgosið á Reykjanesi síðan 2021.

Njarðvíkuræðin sem færir sveitarfélaginu heitt vatn fór í sundur í febrúar og var í kjölfar þess löguð skjótt eins og kunnugt er. Í morgun rann hraun yfir lögnina en vonir standa til að lögnin standist það álag. 

Mikilvægt er að íbúar fylgist með fréttum og gera viðeigandi ráðstafanir út frá þeim tilmælum sem eru gefin út hverju sinni.

Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með á miðlum HS veitna og með loftgæðum á www.loftgaedi.is og loka gluggum þegar þurfa þykir.

Hér má nálgast gasdreifispá https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/