Neyðarkortið „Við hjálpum“ og þróunarsjóður innflytjendamála

Velferðarráðuneytið vill benda fólki sérstaklega á tvær fréttir af heimsíðu þeirra:

Neyðarkort „Við hjálpum“:

Velferðarráðuneytið hefur endurútgefið neyðarkortið „Við hjálpum“ þar sem veittar eru upplýsingar á fimm tungumálum um staði og stofnanir sem konur geta leitað til þurfi þær aðstoð vegna ofbeldis á heimili eða kynferðislegs ofbeldis.

http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/34348

Þróunarsjóður innflytjendamála:

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á eftirfarandi viðfangsefni:

  • Þróunarverkefni sem styðja við félög sem hafa það að markmiði að efla virka þátttöku innflytjenda í samfélaginu og vinna að hagsmunamálum þeirra.

  • Þróunarverkefni og rannsóknir sem stuðla að bættri stöðu innflytjenda á vinnumarkaði og vinna gegn langtímaatvinnuleysi.

  • Rannsóknir og verkefni sem varða stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaðnum.


Nánari upplýsingar um þróunarsjóðinn er að finna á heimasíðu velferðarráðuneytisins:
http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/34345