Nesvellir vígðir í dag

Í dag verður nýtt hjúkrunarheimili á Nesvöllum í Reykjanesbæ formlega vígt og tekið í notkun. Á heimilinu munu búa 60 vistmenn í glæsilegum einstaklingsíbúðum. Innangengt er af hjúkrunarheimilinu inn á þjónustumiðstöðina Nesvelli, þar sem fram fer fjölbreytt starf ætlað öldruðum. Flestir íbúanna koma frá hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði, sem nú verður lokað a.m.k. tímabundið. Vonir standa til að samkomulag náist um endurnýjun á húsnæðinu og uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis þar í framtíðinni.