NÁND – CLOSE
Menningarverkefnið Hlaðan
5. – 20. maí
Hildur systrafélag kynnir sýninguna NÁND/CLOSE sem verður opnuð í Menningarverkefninu Hlöðunni laugardaginn 5. maí kl. 16. Sýningin er samstarfsverkefni systranna Gunnhildar og Brynhildar Þórðardætra og er innblásin af súrrealískum heimi þeirra þar sem ævintýri geta gerst og bilið milli raunveruleika og ímyndunarafls er lítið en áþreifanlegt. Gínur geta breyst í húsgögn (gínugögn), loðnir bollar innihalda ljóð (loðbolli) og föt verða að listaverkum. Titillinn NÁND skýrir samband systranna en einnig tengsl áhorfandans við listamennina og hugarheim þeirra. Sýningin er unnin með það í huga að áhorfandinn getur tekið þátt með því að koma við verkin og skynja umhverfið á fróðlegan hátt. Listamennirnir taka þátt í listamannaspjall sunnudag 13. maí kl. 15.
Brynhildur er lærður textíl-og fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2004 og með MSc í tæknilegum textílum frá Leeds University árið 2006. Gunnhildur er með BA í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Saman mynda þær systrafélagið Hildur sem stendur fyrir ýmis listræn uppátæki.
Menningarverkefnið Hlaðan nýtur stuðnings Menningarráðs Suðurnesja
Nánari upplýsingar veita
Gunnhildur Þórðardóttir, s. 8983419 gunnhildursaga@hotmail.com
Brynhildur Þórðardóttir, s. 6922959 luka.artdesign@gmail.com
Marta G. Jóhannesdóttir hladan@hladan.org