Námskeið um Nágrannavörslu

Fimmtudaginn 18. febrúar verður námskeið um Nágrannavörslu í Sveitarfélaginu Vogum. Það fer fram í Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu og hefst kl. 18:00. 


Á námskeiðinu mun fulltrúi Forvarnarhúss Sjóvár fara yfir það hvað felst í Nágrannavörslu, en nú hafa íbúar við þrjár götur í Sveitarfélaginu Vogum ákveðið að taka slíkt fyrirkomulag upp. Þá verða fulltrúar Lögreglunnar og Brunavarna Suðurnesja á staðnum til að svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum.

Þeir íbúar Sv. Voga sem hafa áhuga á því að kynna sér nágrannavörslu betur er hvattir til að koma á námskeiðið í Félagsmiðstöðinni á fimmtudaginn.