Námskeið í konfektgerð - Vogar

Frábært námskeið í konfektgerð þar sem þátttakendur eru leiddir í leyndardóm um hvernig á að búa til dýrindis konfekt. Farið er í gerð fyllinga og meðhöndlun á súkkulaði ( temprun ). Afrakstur námskeiðs er um 30 Mozartkúlur, 30 trufflur, 30 karamellufylltir molar og ein súkkulaðiskál sem hver þátttakandi fær að taka með sér heim.
Kennsla fer fram 23. nóvember kl. 18:00 til 22:00 í Stóru Vogaskóla í Vogum.
Hámark er 10 manns á námskeiðið.

Leiðbeinandi: Hilmir Þór Kolbeins
Tími: 23. nóvember kl. 18:00 til 22:00
Verð: kr. 8.900  ( allur efniskostnaður er innifalinn )

Skráning í síma 421-7500 eða á netfanginu mss@mss.is