Sagt hefur verið að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Suðurnesjamenn gera gott betur. Við tökum höndum saman og öxlum samfélagslega ábyrgð með því að taka virkan þátt í að efla færni íbúa til að vera virkir þátttakendur í lífinu.
Launþegahreyfingin, atvinnurekendur, sveitarfélögin og ríkisstjórnin vinna saman að því að finna leiðir er til þess að draga úr brottfalli og efla menntun. Einn þáttur í því er kynning sem verður í Stapanum miðvikudaginn 18. maí. Í haust verður henni fylgt eftir með sýningu á tækifærum á Suðurnesjum, upplýsingum um hvernig starfsfólk vinnuveitendur á svæðinu sjá fyrir sér að vanti á næstu árum. Næsta skólaár verða ýmsar leiðir til framtíðar kynntar í grunnskólum. Einnig verður leitað eftir hugmyndum ungmenna um framtíðina.
Gaman væri að sjá sem flesta í Stapanum á miðvikudaginn. Nám er vinnandi vegur.