Nágrannaslagur í kvöld 3. maí

Núna  föstudaginn 3. maí kl. 20:30 mun fara fram fyrsta umferð í bikarkeppni KSÍ eða Borgunarbikarnum. Er þetta fyrsti alvöru leikur tímabilsins hjá Þrótti og nokkur spenna í mönnum eftir langt og strangt undirbúningstímabil.


Upphaflega átti leikurinn að fara fram  í Vogum, en vegna aðstæðna getum við ekki spilað leikinn heima, og það lið er tapar, leikur ekki fleiri leiki í Borgunarbikarnum þetta árið. Það lið sem vinnur hinsvegar mun takast á við lið Hómermanna eða Stokkseyringa í næstu umferð.
Það voru okkur mikil vonbrigði að geta ekki spilað þennan stórleik á Vogavelli, vorum búnir að útbúa auglýsingar sem áttu að fara í hús fyrir leikinn, einnig leikskrár sem átti að kynna starf deildarinnar.


Hvetjum alla knattspyrnuáhugamenn sem og Þróttara til að kíkja á völlinn á föstudag og styðja okkar unga lið. Það er ekki á hverjum degi sem Þróttur Vogum spilar svona stórleiki.


Undirbúningstimabilið hefur gengið ágætlega, fórum taplausir í gegnum deildarbikarinn og og spiluðum fjölmarga æfingaleiki. Þorsteinn Gunnarsson þjálfari stýrir þessu uppbyggingarstarfi, liðið hefur talsvert breyst frá síðasta tímabili. Höfum fengið unga stráka til liðs við okkur.
Það eru spennandi tímar í vændum hjá félaginu, metnaðarfull stjórn og  við erum með glæsilega aðstöðu þannig að framtíðin er björt. Framundan er áframhaldandi uppbyggingarstarf og allir bæjarbúar og aðrir Þróttarar eru velkomnir að taka þátt í þessu með okkur. Sjáumst í Reykjaneshöllinni.


Hér getur þú séð fyrstu umferð í bikar:
http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=28904&Rodun=U


A-Riðill 4. deildar 2013
http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=29943&Rodun=U


Allir á völlinn og áfram Þróttur !!!!