Í kuldanum og snjónum er ekki úr vegi að minna á smáfuglana sem gleðja okkur með söng sínum á sumrin.
Snjótittlingar, skógarþrestir og starar eru þær tegundir smáfugla sem helst sjást í húsagörðum hér í Vogum á veturna. Fóðrun þeirra kostar ekki mikla peninga né fyrirhöfn.
Snjótittlingar ferðast oftast um í stórum hópum og þiggja gjarnan mulinn maís sem kaupa má í búðum og kenndur er við Sólskríkjusjóð. Þrestir og starar éta ekki þetta kornmeti en auðvelt er að fóðra þá með ýmsum matarafgöngum úr eldhúsinu s.s. sósum, hrísgrjónum, gömlu brauði og kartöflum. Þrestir eru auk þess sólgnir í epli.
Munum eftir smáfuglunum.