Mótun atvinnustefnu í Sveitarfélaginu Vogum

Ákveðið hefur verið að móta atvinnustefnu í Sveitarfélaginu Vogum og er öllum íbúum sveitarfélagsins boðið að koma að því verkefni.
Vinnan hefst með opnum hugarflugsfundi miðvikudaginn 24. febrúar. Fundurinn hefst með innleiðingu í verkefnið, frummælendur verða Snjólfur Ólafsson og Helga Sigrún Harðardóttir.
Vinnuheiti erinda þeirra er  ,,Hvað vinnst með atvinnustefnu?“.
Að loknum erindum og fyrirspurnum verður hópavinna, hugarflug.
Fundurinn verður haldinn í Álfagerði kl. 18.00 – 20.00
Boðið verður upp á súpu og brauð.

Að fundi loknum verður samráðshópur skipaður og mun hann vera verkefnisstjórn til ráðgjafar við mótun stefnunnar. Samráðshópur mun vinna úr efni hugarflugsfundar. Reiknað er með þremur til fjórum fundum einu sinni í mánuði. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur hug á að vera í samráðshópnum vinsamlega hafið samband við bæjarskrifstofuna eða sendið póst á netfangið eirny@vogar.is