Mikið fjör á öskudag.

Nemendur og kennarar Stóru-Vogaskóla brutu upp hefðbundna kennslu og gerðu sér glaðan dag á öskudaginn. Nemendur og kennarar brugðu sér í hin ýmsu gerfi alls konar furðuvera. Kötturinn var sleginn úr "tunnunni" og er óhætt að segja það að mikill var hamagangurinn þega "tunnan" brast. Myndir af atburðunum er að finna á síðu skólans hér til vinstri.