Miðbæjarkjarni

Ágætu bæjarbúar.



Á Fjölskyldudaginn þann 12.ágúst gafst bæjarbúum kostur á að
kynna sér kynningarmynd frá arkitektastofunni Landslagi af hugmynd að
miðbæjarkjarna í Vogum. Með því að birta hugmynd þeirra eru fyrstu skrefin
stigin til að opna umræðuna um þessa framkvæmd og fá fleiri hugmyndir frá
bæjarbúum um hvernig miðbær í Vogum getur litið út. Bæjarstjórn telur
nauðsynlegt að íbúar komi að þessari hugmyndavinnu með einum eða öðrum hætti
og því gott að hefja hana við þetta tækifæri.

 

Ég vil hvetja þig kæri íbúi að taka þessi fyrstu skref með okkur í bæjarstjórn og
kynna þér málið, því góður miðbær verður aðeins byggður einu sinni og
mikilvægt að vel takist til.  

 

Hér er er hægt kynna sér þesa kynningarmynd og byrja að
velta fyrir sér hugsanlegu útliti og koma síðan hugmyndum sínum á framfæri við bæjaryfirvöld.



Kveðja

f.h. bæjarstjórnar

Birgir Örn Ólafsson