Í vor tók lítill hópur sjálfboðaliða sig til og merkti gönguleiðina að hrafnagjá frá bílastæðinu við Reykjanesbraut. Það gekk svo ekki þrautalaust að fá útbúnar stikur til að merkja leiðina með en tókst að lokum og nú hefur hann Friðrik Garðarsson starfsmaður umhverfisdeildar komið þeim stikum tryggilega niður.
Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að ganga þessa leið því Hrafnagjá er fallegt fyrribæri. Bara muna að fara ekki í oku eða slæmu skyggni og alltaf að fara varlega.
Á Instagram síðu Sveitarfélagsins Voga er stutt myndband sem sýnir upphaf leiðarinnar