Menningarverkefnið Hlaðan býður íbúum í Vogum og nærsveitungum til rafmagnaðrar dagskrár laugardaginn 9. maí næstkomandi.
Á vegum raflistahátíðarinnar Raflosts mun Slátur:Magn flytja gjörning í Hlöðunni Egilsgötu 8 Vogum. Gjörningurinn hefst kl. 12:00.
Raflost er raftónlistarhátíð og fer fram dagana 5. - 9. maí. Hátíðin er nú haldin í þriðja sinn. Meðal þátttakenda í ár eru Tomi Knuutila, Teijo Pellinen, Chris Hales, Margrét E. Ólafsdóttir, Þórhallur Magnússon og Davíð Brynjar Franzson.
Nánari upplýsingar má finna á www.hladan.org og www.raflost.is