Menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins verður laugardaginn 19. apríl og hefst kl. 11:00. Gangan hefst ofan við kirkjugarð Grindvíkinga með vígslu á fjórða söguskiltinu sem sett er upp í Grindavík og nú í Staðarhverfi sem eitt sinn var talið vera fjölmennast af hverfunum í Grindavík.
Gengið verður að Stað, um Sandskörð, að Hvirflum og með ströndinni yfir að Stóragerði, Kvíadal og Krukku. Kirkja var á Stað frá 13.öld. Í Staðarhverfi var konungsverslun á 18. öld. Mannfólk í í Staðarhverfi hefur verið um aldir mikilla sæva. Í dag er enginn íbúi skráður í Staðarhverfi en þar má sjá tóftir tveggja lögbýla og 26 hjáleiga frá mismunandi tímum. Ýmislegt verður skoðað sem fyrir augu ber á leiðinni. Leiðsögumenn sjá um fræðsluna. Reynt verður að gera gönguna bæði skemmtilega og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Í lok göngu verður heitt á könnunni og börn geta skoðað kindurnar á Stað. Gangan tekur rúman klukkutíma með fræðslustoppum. Gengið er í grasi að mestu og því er gott að vera í góðum skó.
www.sjfmenningarmidlun.is
www.grindavik.is
Mynd: Ferlir.