Menningar- og sögutengd ganga

Menningar- og sögutengd ganga um Gerðavelli, sögusvið Grindavíkurstríðs, Junkara og búskapar í Grindavík.

Menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins verður laugardaginn 18. apríl og hefst kl. 13:00. Gangan hefst við Stóru-Bót með vígslu á sjötta söguskiltinu sem sett er upp í Grindavík.  (Rétt hjá stóra fjarskiptamastrinu  við þéttbýli Grindavíkur)
Gengið verður með ströndinni að Virkinu og Engelskulág þar sem 15 Englendingar voru drepnir í Grindavíkurstríðinu árið 1532. Síðan verður gengið yfir Rásina, ef fært er, í átt að gerði Junkara en þeir voru þýskir menn sem voru hér á 14. og 16. öld og ýmsar sögur fara af. Á Gerðavöllum má jafnframt sjá ýmsar minjar um búskap, stekk, rétt o.fl. Ýmislegt verður skoðað sem  fyrir augu ber á leiðinni. Ómar Smári Ármannsson og Sigrún Franklín munu sjá um fræðsluna. Gangan tekur 1-2 klukkutíma með fræðslustoppum. Gengið er í grasi og sandi að mestu og því er gott að vera í góðum skóm. Allir á eigin ábyrgð.
Gangan er liður í viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar ´09 sjá nánar á http://grindavik.is

Nánari upplýsingar gefur
Sigrún Jónsd. Franklín
verkefnastjóri
gsm 6918828
sjf@internet.is