Boðað er til fundar um eflingu menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Vogum.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 20. janúar kl. 20:00, í Álfagerði í Vogum.
Allir eru velkomnir á fundinn.
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga vinnur að því að setja sveitarfélaginu menningarstefnu. Mörg sveitarfélög hafa sett sér slíka stefnu og tók nefndin mið af nokkrum þeirra, einkum frá Grindavík. Drögin verða kynnt og rædd á fundinum og athugasemdir og tillögur skráðar.
Á fundinum verða einnig kynntir möguleikar á að sækja styrki til góðra verka:
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja auglýsir styrki til að efla atvinnu- og menningarlíf og er umsóknarfrestur til 25. janúar. Sjóðurinn verður kynntur á fundinum og fólk hvatt til að skilgreina vænleg verkefni og sækja í sjóðinn. Sjá nánar hér: http://sss.is/content/umsokn-um-styrk
Einnig er auglýst eftir umsóknum í aukaúthlutun í Átaki til atvinnusköpunar sem er á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Sérstök áhersla er lögð á hönnun og afþreyingu í ferðaþjónustu. Umsóknarfrestur er til 21. janúar. Sjá nánar hér: http://impra.sidan.is/pages/
Eftir kynningu verður fundargestum skipt í samræðuhópa eftir áhugamálum. Þar verða tækifæri til að kynnast betur sveitungum með svipuð áhugamál og hugsanlega að stilla saman strengi.
Vonast er til að þessi fundur geti orðið upphaf að sókn á sviði menningar- og listastarfsemi í Sveitarfélaginu Vogum.
f.h. Frístunda- og menningarnefndar.
Þorvaldur Örn Árnason, varaformaður.