Meistaraflokkur Þróttar

Meistaraflokkur Þróttar hefur verið á ferðinni síðustu daga. Höfum við spilað þrjá leiki á einni viku, mættum Kára frá Akranesi og gerðum jafntefli við þá þar sem við jöfnuðum í viðbótartíma. Leikar fóru 2-2, spilað var í Reykjaneshöllinni þar sem Vogavöllur var ekki tilbúin. Næst fórum við vestur og öttum kappi við Grundarfjörð. Staðan var 1-1 í hálfleik og 2-2 þegar stundarfjórðungur var eftir. Þá var eins og allt hafi farið í baklás hjá okkur og Grunarfjörður setti þrjú mörk áður en dómari leiksins flautaði leikinn af.
Svo í gærkvöldi mættum við toppliðinu á útivelli Víðir Garði. Staðan í hálfleik var 0-0 og var leikurinn í járnum, við vorum meira með boltann og fengum fleiri færi. Á 85. mín skora Víðismenn með hörkuskoti, 35. metra færi. Strax í næstu sókn setja þeir annað mark á okkur. Strákarnir spiluðu vel í gærkvöldi, voru óheppnir í lokin. Spiluð er þreföld umferð, fimm leikir í hverri umferð. Tíu leikir eftir af mótinu. Núna í annari umferðinni eigum við fjóra heimaleiki og einn útileik. Spilum núna þrjá heimaleiki í röð. Okkar næsti heimaleikur er á móti Snæfell laugardaginn 23. júní og byrjar leikurinn kl.14. Ætlum við að gera heimavöllinn okkar að sterku vígi  með hjálp Vogamanna.

Hvetjum alla til að mæta á völlinn.

Staðan í riðlinum er þessi:


Næstu leikir :