Markmið um fjölgun íbúa í markaðsátakinu "Vogar færast í vöxt" hefur náðst.
Undanfarinn mánuð hafa íbúar hreppsins rokkað á milli 997 og 1003. Með því
hefur náðst það markmið sem sett var árið 1999 í kjölfar markaðsátaksins
"Vogar færast í vöxt", að fjölga íbúum sveitarfélagsins um 40%.
Góðar líkur eru á því að talningin 1. desember n.k. verði yfir 1000 íbúa
markinu. Í kjölfarið mun koma í ljós hvaða íbúi verður heiðraður sérstaklega
sem 1000. íbúi sveitarfélagsins.