Málþing um sögu Vatnsleysustrandarhrepps / Sveitarfélagsins Voga

á vegum Minjafélags Vatnsleysustrandarhrepps í samstarfi við Sveitarfélagið Voga
Tilefnið er afmæli sveitarfélagsins (sem er 5 ára, 120 ára eða 740 ára, eftir því  hvernig er talið.)
Staður: Tjarnarsalur við Stóru-Vogaskóla í Vogum
Tími: Laugardagurinn 24. apríl 2010  kl. 10 – 16.
Dagskrá
9:30   Húsið opnar.
10.00  Opnun málþings (stjórn Minjafélagsins, bæjarstjóri o.fl.)
10:15  Jóhanna Guðmundsdóttir – Hlutverk hreppa og hreppstjóra fyrr á öldum
10:35  Viktor Guðmundsson: Útilegumenn við Selsvöllu 1703
10:50  Ómar Smári Ármannsson: Sel og seljabúskapur
11:15 Loftur Guttormsson: Skólastofnanir "suður með sjó" 1850-1880 með sérstöku tilliti til Vatnsleysustrandarhrepps.
11:45   Hvernig var að vera barn  
a) um 1935? Guðrún Lovísa Magnúsdóttir (Lúlla) með hjálp Höllu Jónu dóttur sinnar. 
b) um 1960? Særún Jónsdóttir og Þórdís Símonardóttir.
c) um 1985?  Jóhanna Lovísa Jóhannsdóttir og Harpa Rós Drzymkowska.
12:00  Hádegisverður (súpa og brauð) og spjall.
12:30  Gönguferð með leiðsögn um Voga, að skoða fornminjar og sögufræga staði (Stóru-Vogarúst, höfn o.fl.)
13:30  Kvikmynd: Netaróður úr Vogum  ca 1958.  Myndataka.  Þórir Davíðsson.
13.50  Inga í Hvammi: Hvernig var að flytja hingað í Voga úr Borgarfirði um 1955?
14:00  Haukur Aðalsteinsson: Árabátaútgerð í Vatnsleysustrandarhreppi á 19. öld.
14: 40  Guðjón Kristinsson, hleðslumeistari: Sjóbúðir endurgerð þeirra sbr. Ósvör við Bolungavík og hugmynd Guðjóns um að reisa eina slíka hér í sveit.
15:00  Skoðunarferð (á eigin bílum) um Vatnsleysuströnd, stoppað á völdum stöðum, t.d. við grunn elsta skólahússins, Halakot eða Neðri-Brunnastaði og Kálfatjörn (Kirkjan, Skjaldbreið, Norðurkotsskóli og e.t.v. verbúðarústir, hópurinn gæti skipt sér eftir áhuga).
16:00  Málþinginu slitið á bílastæðinu að Kálfatjörn

Fundarstjóri: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Í hléum verða sýndar á tjaldi ljósmyndir úr myndasafni Minjafélagsins frá miðbiki 20. aldar sem Sesselja Guðmundsdóttir safnaði og valdi

Afmæli sveitarfélagsins Voga 2010   5 ára  – 120 ára  – 740+ ára
Árið 1889 var að frumkvæði heimamanna samið um að skipta hreppnum upp í Vatnsleysustrandarhrepp og Njarðvíkurhrepp. Sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu heimilaði skiptingu hreppanna á fundi 23. maí og voru þá skilmálar um skiptinguna í höfn. Skiptingin var svo samþykkt með landshöfðingjabréfi 21. sept. 1889 og tók gildi 1. október það ár. 16. júní 1890 er þinglýst nýju landamerkjabréfi sem staðfestir landamerki milli Njarðvíkur og Voga. Í þessu ljósi er sveitarfélagið 120 ára í þeirri mynd sem það er núna.
Hins vegar er hreppsins minnst í jarðabréfi frá 1270, þannig að við getum líka haldið upp á 740 ára afmæli :-)
Um næstu áramót eru 5 ár síðan Vatnsleysustrandarhreppur varð Sveitarfélagið Vogar.
Auk þess er rétt að minnast þess að Arahólsvarða (eitt af kennileitum bæjarins) var reist 1890.
Vogar urðu síðan löggildur verslunarstaður (kaupstaður) 24. nóv. 1893.

Tilkynna skal þátttöku á málþingið á skrifstofu Sveitarfélagsins í síma 440-6200 eða skrifstofa@vogar.is.