Magnaðir tónleikar í Minni- Vogum

Bjarni og Marta Guðrún í Minni-Vogum eru að byggja upp magnað menningarsetur í Minni-Vogum þar sem listafólk býr um tíma og stundar sína list. Listakonan Kira Kira hefur dvalið þar og  hélt ásamt fleirum stofutónleika á Fjölskyldudaginn.

Nú dvelur þar tékkneski þjóðlagahópurinn Osminka frá Prag og héldu þau eftirminnilega stofutónleika í gærkvöldi. Hópurinn samanstendur af börnum og ungmennum á aldrinum 8- 21 árs og var stofnaður árið 1999 í Prag. Hópurinn leggur áherslu á flutning tékkneskra þjóðlaga og þjóðdansa og kemur ávallt fram í litríkum tékkneskum þjóðbúningum.

Stofan í Minni- Vogum er ekki stór, en þröngt mega sáttir sitja. Tónleikagestir voru rúmlega 30, en listamennirnir voru17 talsins. Tónleikar Osminka voru ógleymanleg stund í Minni- Vogum. . Myndirnar tala sínu máli, en í myndasafninu má finna fleiri myndir frá tónleikunum.

Myndasafn

Myndir: Þorvaldur Örn Árnason