Maggi Júdó sæmdur starfsmerki UMFÍ á aðalfundi Þróttar

Magnús Hauksson var sæmdur starfsmerki UMFÍ á aðalfundi Ungmennafélags Þróttar þann 25. febrúar sl.


Helgi Gunnarsson frá UMFÍ mætti á aðalfund Þróttara og fram kom í máli Helga að Magnús Hauksson oftast nær  kallaður Maggi júdó hafi haustið 1997 stofnað júdódeild hjá UMFÞ og var þjálfari deildarinnar í 17 ár. Það hafa margir Íslandsmeistaratitlar farið í gegnum júdódeild Þróttar og glæsilegir sigrar unnist. Einnig hafi Magnús alið upp marga félagsmenn í röðum Þróttara. Magnús hafi unnið óeigingjarnt starf og verið fórnfús hugsjónamaður í störfum sínum fyrir Ungmennafélagið Þrótt, af því tilefni sé hann sæmdur starfsmerki UMFÍ árið 2016.

 



Myndir: Helgi Gunnarsson frá UMFÍ og Magnús Hauksson Þrótti Vogum.