Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt

Sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða áhugasömum að sjá myndina „Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt“ fimmtudaginn 9. júní 2016 kl. 17:00 í Hljómahöllinni (Bergið) í Reykjanesbæ.

Að sýningu lokinni verða umræður um málefni myndarinnar, þ.e. umfjöllunarefni loftslagsráðstefnunnar í París s.l. vetur, sem og umhverfismál almennt. 

Myndin er 37 mínútur að lengd og fjallar um hvað við á Vesturlöndum þurfum að gera til að minnka umhverfisálag neyslu okkar – og jafnvel lifa innan sjálfbærnimarka, eins og þau eru skilgreind af fræðum vistspors (e. Ecological Footprint).

Myndin er létt og skemmtileg og var tekin upp í anda danska Dogme 95 stílsins, þar sem áhersla er lögð á að koma sögunni til skila án þess að láta tæknina kæfa verkefnið.

Heimasíða myndarinnar er á vefslóðinni www.manwhoshrunk.com, einnig má finna upplýsingar um viðburðinn á Facebook.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir.

Auglýsing (pdf)