Lýðheilsugöngur í Vogum í september 2018
á miðvikudögum kl. 18:00
Gönguferðir í Sveitarfélaginu Vogum:
5. sept. Hrafnagjá við Vogaafleggjara. Leiðsögn: Þorvaldur Örn Árnason.
12. sept. Herminjar á Camp Dailey. Leiðsögn: Viktor Guðmundsson.
19. sept. Brekka undir Vogastapa. Leiðsögn: Helgi Guðmundsson.
26. sept. Háibjalli/Snorrastaðatjarnir. Leiðsögn: Oktavía Ragnarsdóttir.
Allar gönguferðirnar hefjast og enda við íþróttamiðstöðina í Vogum.
Minnum göngufólk á að koma klætt eftir veðri.
Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands verða á öllu landinu nú í september. Göngurnar munu fara fram í flestum sveitarfélögum landsins alla miðvikudaga í
september kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.