Lumar þú á munum eða minjagripum frá Norðurlöndum?

Í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum dagana 14.-15. mars nk. verður sett upp lítil sýning á bókasafninu. Sýningin verður í læstum sýningarskápi á safninu og mun samanstanda af gripum sem tengjast Norðurlöndunum.
Við óskum eftir þinni aðstoð við gerð sýningarinnar og köllum eftir minjagripum eða öðrum gripum sem þú kæri íbúi gætir átt í þínum fórum og rekja má til einhverra Norðurlandanna.

Hægt verður að skila inn gripum í íþróttamiðstöðinni fyrir föstudaginn 13. mars eða koma með hann á sjálfan sýningardaginn laugardaginn 14. mars og sýna á staðnum.

Sýningin mun opna á bókasafninu þann 14. mars kl. 13:00 og verður hluti dagskrár sveitarfélagsins Voga í tilefni Safnahelgarinnar.

Með von um jákvæð viðbrögð
Norræna félagið í Vogum og Lestrarfélagið Baldur