Lokun bókasafns í sumar og nýr forstöðumaður.

Bókasafnið mun verða lokað frá 16. júlí til 3. september og síðasti dagur til þess að fá að láni bækur er föstudagurinn 13. júlí. Vakin er athygli á því að hægt er að fá að láni bækur á öllum bókasöfnum á Suðurnesjum með bókasafnsskírteini frá Lestrarfélaginu, sem getur komið sér vel meðan bókasafnið verður lokað hér.

Undirritaður mun láta af störfum í sumar sem forstöðumaður bókasafnsins. Nýr forstöðumaður heitir Una N. Svane og mun hún hefja störf þann 3. september. Hún er bókasafns- og upplýsingafræðingur að mennt og starfaði hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur frá 1990 til ársins 2000, en þá hóf hún störf hjá bókasafni Seljaskóla í Breiðholti og vann þar til ársins 2011.

Ég vil nota tækifærið og þakka bæjarbúum fyrir samveruna og viðskiptin þessi tvö ár sem ég hef haft umsjón með bókasafninu.

Már Einarsson
forstöðumaður Lestrarfélagsins Baldurs
og bókasafns Stóru-Vogaskóla