Lokahóf Getraunaklúbbs Þróttar og starfið byrjaði aftur 3. janúar

Það voru Álftanes sem unnu sigur í úrvalsdeildinni haustið 2014. Eru þeir því Getraunameistarar 2014 eftir harða baráttu við Ljónin og Hallgrímsbörn. Það voru Túgís sem unnu Vogaídýfudeildina og Gísli á Uppsölum varð að sætta sig við silfrið eftir harða baráttu.

Það var mikið um að vera í vetur á laugardögum eins og undanfarin ár í Íþróttamiðstöðinni. Getraunaklúbburinn bauð uppá bröns í nóvember og oftar en ekki voru vöflur eða bakkelsi fyrir tippara og aðra gesti. Frá því að getraunastarfið hófst hefur það verið að festa sig ennþá meira í sessi. Voru 23. lið sem tóku þátt haust sem gera 46 manns. 

Félagskaffi Þróttara byrjar aftur á laugardaginn 3. janúar. (morgun)

Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir opið alla laugardaga í vetur milli 11-13 uppí Íþróttahúsi.
 
Við hjá Þrótti Vogum ætlum að halda áfram að efla félagsstarfið enn frekar hjá okkur í vetur og verðum með opið hús í Íþróttamiðstöðinni Vogum alla laugardaga í vetur milli kl. 11 og 13. Þangað geta allir komið í kaffi, hitt gamla félaga og kynnst nýjum úr okkar skemmtilega hópi.

Við byrjum formlega næsta laugardag 3. janúar Enn fremur geta allir tekið þátt í innanfélagsleik okkar í getraunum og sýnt snilli sína á því sviði. Kunnir þú ekki að tippa þá eru sérfræðingar okkar boðnir og búnir að aðstoða þig. Hafir þú ekki áhuga á að tippa er það líka í góðu lagi svo framarlega sem þú mætir með góða skapið. Hlökkum til að sjá þig.
 

Einnig bjóðum við uppá innanfélagsleik hjá okkur fyrir þá sem vilja.

3. janúar verður félagskaffið á sínum stað milli 11-13 og opnar þá fyrir skráningu í Getraunadeild félagsins.
10. janúar byrjar Getraunadeild félagsins.
Febrúar þá hefst bikarinn.
Mars þá byrjar úrslitakeppnin.

Glæsilegt lokahóf þann Getraunadeildar um vorið. Getraunameiatarar Þróttar 2015, Rjómar ársins, Vogaídýfubikarinn og ekki má gleyma bikarmeisturum Getraunaklúbbs Þróttar.
Glæsilegur Brönz verður í febrúar eingöngu fyrir meðlimi Getraunadeildar.
Hvetjum alla Þróttara að mæta og taka þátt í starfi félagsins. Það eru allir velkomnir til okkar í kaffi á laugardögum. Endilega taktu með þér fjölskyldumeðlim, frænda, frænku eða vin. Við erum alla laugardaga á milli 11-13 heitt á könnunni.

Skráning laugardaginn 3. janúar og keppnin hefst laugardaginn 10. janúar. Hægt verður að skrá sig einnig á netfangið 1x2@throttur.net.