Haustið 2012 fór knattspyrnudeild Þróttar í gang með félagskaffi og úr varð getraunadeild. Hefur verið mikil og góð stemmning, markmiðið með þessu upphaflega var að búa til viðburð fyrir fólk sem vill taka þátt í sínu samfélagi. Enda eru allir velkomnir þótt þeir hafi ekki áhuga á 1x2. Hefur verið góð og regluleg mæting alla laugardaga í vetur.
Núna síðasta laugardag fór fram lokahóf deildarinnar þar sem veitt voru verðlaun fyrir árangurinn.
Getraunameistarar 2013: Newcastle með þá Róbert Ragnarson og Veigar Guðbjörnsson.
Bikarmeistarar: Helli&Kittý með þá Kristinn Jón Ólafsson og Helga Þór Gunnarsson.
Neðrideildarmeistarar: Helli&Kittý.
2.sæti úrvalsdeildar: Fc. Gunni Hall með þá bræður Ragnar Riordan og Oscar Burns.
2.sæti neðrideildar: Hegg með þau hjónakorn Helga Guðmunds og Júlíu Gunnars.
Rjómi ársins voru: Lið Boró með þau Erlu Ísaksdóttir og Ríkharðs Reynissonar, skemmtileg heiðursverðlaun.
Við byrjum aftur laugardaginn 5. október nk. Það eru allir velkomnir og ef þú villt ekki taka þátt í tippinu þá er í góðu lagi að mæta og fá sér kaffi með okkur svo framarlega sem þú tekur góða skapið með.
Nokkrar myndir voru teknar á laugardaginn. Rjómakökuna bakaði Júlía Gunnarsdóttir tilefni þess að við vorum að loka vetrinum og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Einnig þökkum við þeim fjölmörgu sem mættu í vetur og án ykkar hefði þetta ekki verið svona skemmtilegt.