Ljósmyndasýning í Álfagerði

Áhuga-ljósmyndari: Sveinn Vernharð Steingrímsson.

Ljósmyndasýningin er opin laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. ágúst frá klukkan 13:00 til 17:00.

Elstu myndirnar á sýningunni voru teknar árið 1974 á gamla Pentax filmumyndavél.

Nýrri myndirnar eru teknar hér í Vogum, úti á Vatnsleysuströnd yfir á Faxaflóann og  Keflavík á árunum 2009 til 2013.

Þeim er ætlað að sýna fjölbreytni þeirrar birtu sem sólin skapar í skýjunum og á sjávarfletinum,  hvernig ljósbrot sólargeisla birtast í skýjunum á fjölbreytilegan hátt.