Í tilefni af Safnahelgi á Suðurnesjum sem er 14. og 15. mars næstkomandi efnir Sveitarfélagið Vogar til ljósmyndasamkeppni meðal nemenda Stóru-Vogaskóla sem og barna sem eru búsett í sveitarfélaginu, en þema Safnahelgar hér í Vogum er einmitt ljósmyndir.
Reglur keppninnar eru hér að neðan. Ef einhverjar spurningar vakna endilega leita til Svövu Bogadóttur, Helga Eyjólfssonar eða Valgerðar Guðlaugsdóttur. Samkeppnin er opin öllum nemendum í Stóru-Vogaskóla
Dómnefnd áskilur sér rétt til að sýna aðrar myndir sem hún telur áhugaverðar á Safnahelgi
Skilafrestur á myndum er til 5. Mars 2020