Ljósanætursýning Listasafns Reykjanesbæjar

Velkomin á opnun Ljósanætursýningar Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum fimmtudaginn 3. september kl. 18.00.

Sýningin er samstarfsverkefni safnsins og Ljósops, félags áhugaljósmyndara í Reykjanesbæ og samanstendur af 300 ljósmyndum af bæjarbúum sem Björgvin Guðmundsson hefur tekið síðustu mánuði. Sýningin heitir "Andlit bæjarins" og stendur til 8. nóvember og er opin alla daga frá kl. 12.00-17.00. Vakin er athygli á að á sýningartímanum verður haldið a´fram að taka myndir af bæjarbúum því ætlunin er að ná þeim öllum!



Við sama tækifæri verða opnaðar tvær textílsýningar á vegum safnsins.

Önnur sýningin ber heitið "Jafnvægið á milli hins náttúrulega og hins tilbúna" og þar sýnir ungur hönnuður, Anna Atladóttir,  7 kjóla þar sem hún notast við mannshár og hrosshár ásamt perlum og kristöllum. Innblástur sýningarinnar eru þær kröfur sem samfélagið setur á útlit kvenna. Sérstaklega er Örnu hugleikin mótsagnakennd viðhorf til hárvaxtar kvenna.

Hin sýningn kemur frá Finnlandi og heitir "Hughrif náttúrunnar" og samanstendur af þæfðum veggteppum og skúlptúrum eftir Eiju Pirttiahti. Þar blandar hún saman íslenskri og finnskri ull undir áhrifum náttur beggja