Ljóðskáld troða upp

Föstudagskvöldið 18. desember munu ljóðskáld frá höfundaforlaginu Nýhil troða upp á vegum menningarverkefnisins Hlöðunnar að Egilsgötu 8 Vogum.
Meðal þeirra sem lesa munu upp úr nýútkomnum verkum sínum eru þeir Arngímur Vídalín sem sendi nýlega frá sér ljóðabókina Úr skilvindu draumanna og Kári Páll Óskarsson.
Nýhil er meðal annars þekkt fyrir Alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils sem haldin hefur verið frá árinu 2005 og lifandi flutning sem á oft meira skylt við gjörningalist en hefðbundinn upplestur.
Allir eru velkomnir og boðið verður upp á jólalegar veitingar.
Hlaðan hvetur Suðurnesjamenn, ljóðaunnendur og þá sem hafa gaman af því að kynnast nýjum og spennandi skáldum að mæta.
Húsið opnar kl. 20:00 föstudaginn 18. desember í Minni-Vogum að Egilsgötu 8 Vogum.

 

Mynd:frá tónleikum Pascal Pinon í Minni-Vogum þann 28. ágúst síðastliðinn.