Litrík skrúðganga

Þann 6. febrúar var dagur leikskólans, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Þetta er fjórða árið í röð sem leikskólar halda daginn hátíðlegan. Markmiðið með þessum degi er að gera þegna samfélagsins betur meðvitaða um þýðingu leikskólastarfs fyrir börn, styrkja jákvæða ímynd um leikskólanám og auka áhuga fólks á starfinu.

Af því tilefni fóru nemendur og starfsfólk á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum í skrúðgöngu um Vogana á föstudaginn 4. febrúar. Skrúðgangan var skrautleg og litrík og fékk hópurinn lögreglufylgd.
 
Hér má sjá myndir af skrúðgöngunni