Líf og fjör á Bryggjudegi

Fjölmenni var við Vogahöfn á laugardaginn þegar Bryggjudagurinn í Vogum haldinn hátíðlegur í annað sinn. Dagurinn er samstarfsverkefni félagasamtaka í Sveitarfélaginu Vogum og er haldinn í tengslum við sjómannadaginn.

Hér má nálgast myndir frá deginum sem G. Sverrir Agnarson tók, ásamt myndbandi  sem Þorvaldur Örn Árnason vann. Myndbandið sýnir meðal annars sjóhæfni formanns Smábátafélagsins og formanns hafnarstjórnar Vogahafnar. Þeir félagar hafa líklega sett met í því að hvolfa bát á sem skemmstum tíma.

Ljósmyndir

Myndband.