Sjötti bekkur Stóru-Vogaskóla hefur verið að læra um líf í fersku vatni í
haust. Nemendur munu kynna lífríki og leyndardóma Vogatjarnar með sýningu.
Spjöld með upplýsingum verða á gangi skólans í nýbyggingunni og nemendur
munu aðstoða gesti sýningarinnar við að skoða lífverur úr Vogatjörn í
víðsjá og smásjá í nýju náttúrufræðistofunni.
Sýningin verður opin þriðjudaginn 1. nóv. kl. 12.30 - 13.40 og
miðvikudaginn 2. nóv. kl. 9.40 - 10.50.
Einnig hyggjast bekkjarfulltrúar standa fyrir foreldrakvöldi miðvikudag 2.
nóv. þar sem m.a. gefst tækifæri til að skoða sýninguna.