Lestrarfélaginu Baldri, hefur borist vegleg gjöf frá Guðrúnu Lovísu Magnúsdóttur. Alls 16 bindi af tímaritinu Fálkanum árg. 1945 - 1962. Blaðið er glæsilega innbundið af Guðlaugi Atlasyni og Ásu Árnadóttur, frá Austurkoti.
Hjónin Guðrún Lovísa, oftast kölluð Lúlla, og Guðmundur Björgvin Jónsson hafa haft mikil áhrif á mannlíf í sveitarfélaginu, en þeim var margra barna auðið og búa mörg þeirra og afkomendur þeirra í Vogum. Auk þess hafa þau sinnt varðveislu minja og sögu sveitarfélagsins. Guðmundur gaf út bókina Mannlif og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi árið 1987, sem er einstök heimild um lífið í hreppnum. Hefur þeim hjónum janframt tekist að varðveita heimildir eins og Fálkann öll þessi ár.
Með gjöfinni fylgja óskir um að hún verði bæjarbúum til ánægju og gleði.
F.h Lestrarfélagsins Baldur, þakka ég innilega hjartahlýju og hugsunarsemi þeirra hjóna.
Guðrún J.Jónsdóttir bókavörður
Guðmundur Björgvin Jónsson var fæddur á Efri-Brunnastöðum 1. október 1913 og ólst upp á Brekku undir Vogastapa frá 7 ára aldri. Hann lést 23.september 1998.
Guðrún Lovísa er fædd á Halldórsstöðum 18.desember 1922 en ólst að mestu upp á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd, en býr nú í Álfagerði.
Mynd: Brekka (Brekkugata 6) í Vogum ca 1946. Björgvin og Lúlla með 3 elstu börnin. Úr myndasafni
Minjafélags Vatnsleysustrandarhrepps.