Heilsuleikskólinn Suðurvellir óskar eftir að ráða leikskólakennara/þroskaþjálfa/sérkennara í 100% starfshlutfall. Starfið er laust nú þegar.
Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, þá koma aðrar umsóknir til greina, hvetjum áhugasama til að sækja um starfið.
Suðurvellir er fjögurra deilda leikskóli sem vinnur eftir viðmiðum Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur. Virðing, umhyggja, samvinna og gleði eru leiðandi hugtök í leikskólanum og rík áhersla er lögð á gæði í samskiptum. Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.
Allar nánari upplýsingar veitir Heiða Hrólfsdóttir leikskólastjóri í síma 440-6240. Senda má fyrirspurnir á netfangið leikskoli@vogar.is
Helstu verkefni og ábyrgð
Menntunar- og hæfniskröfur