Leiklist hjá UMFÞ


Viltu taka þátt í því að búa til sýningu frá grunni ??? Þetta á að vera gaman og skemmtilegt. Það á öllum að líða vel og þetta á að vera uppbyggilegt fyrir alla sem koma að þessu.
 
Fólk sem hefur gaman af því að semja sögur, semja ljóð, lög, fólk sem gæti haft áhuga á að sjá um ljós, búninga, syngja, farða, vill leika í verkinu, sviðsmynd, sjá um hljóð og já bara allt.
 
Við viljum virkja sem flesta á mismunandi aldri og fólk getur fengið að spreyta sig á því sem það hefur kannski alltaf langað til að prufa að gera tengt leikhúsi en aldrei látið verða af. Þannig ætti að vera auðvelt fyrir okkur að setja saman sýningu og skipta með okkur verkum til þess að einfalda álagið á hverjum og einum og sem flestir fengju að njóta. og eftir það hefjast handa við að skapa verkið.
 
Við ætlum að vera með stofnfund 7. nóvember kl. 19:00 í Riddaragarði við Stóra-Vogaskóla.
 
ATH: Fundurinn er fyrir 16. ára og eldri!