Leikjanámskeið sumarið 2020

Leikjanámskeið sumarið 2020

Leikjanámskeiðið fór af stað mánudaginn 12 júní, en það er fyrir alla krakka í 1.-3.bekk. Námskeiðin eru vikuskipt og er reynt að hafa dagskránna sem fjölbreyttasta. Hvergi er hægt að finna betri hugmyndir að dagskrá en hjá börnunum sjálfum og er því reynt eftir bestu getu að hafa í dagskránni það sem þeim finnst skemmtilegt og hafa áhuga á, ásamt því að sýna þeim og kenna nýja hluti.

Námskeiðin hafa undanfarin ár verið vel sótt og er markmiðið að fá börnin til að læra nýja leiki, kynnast sínu nánasta umhverfi betur og að þau verði virkir þátttakendur í starfinu. Mikið er lagt upp úr því að nýta fallega umhverfið í bænum okkar og því eru því miklar líkur á því að bæjarbúar rekist á börnin í starfinu í sumar.

Eins og flestir vita hefur samkomubann haft áhrif á atvinnulífið og var því ákveðið að bæta við vikum þetta sumarið en það verða tvær vikur í júlí, 6.-10.júlí og 27.-30.júlí.

Boðið er upp á léttan hádegisverð fyrir alla en þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti fyrir og eftir hádegi.

Hlökkum til að sjá sem flesta J

 

Sólrún Ósk Árnadóttir, umsjónarmaður leikjanámskeiðs.