Laust til umsóknar starf vaktstjóra íþróttamiðstöðvar

Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar starf vaktstjóra íþróttamiðstöðvar.
Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum. Um framtíðarstarf er að ræða.

Verksvið
Vaktsjóri stýrir daglegu starfi sundlaugarinnar og skipuleggur störf og vaktir starfsmanna. Hann ber ábyrgð á skilum á skýrslum og uppgjöri og annast samskipti við aðra starfsmenn sveitarfélagsins eftir atvikum. Hann sækir reglulega endurmenntunar- og viðhaldsnámskeið og gætir að öllum þáttum öryggismála sundlaugarinnar.

Hæfniskröfur
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Tölvukunnátta í outlook, word og excel.
• Menntun og/eða reynsla af stjórnun ásamt góðum skipulagshæfileikum.
• Starfsreynsla í sundlaugum eða öðrum íþróttamannvirkjum.
• Lipurð í mannlegum samskiptum, bæði við börn og fullorðna.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.

Um 100% starf er að ræða.
Hreint sakavottorð skilyrði.

Æskilegt að geta hafið störf sem fyrst, upplýsingar gefur Stefán Arinbjarnarson í síma 867-8854.
Umsóknarfrestur er til
26. ágúst 2018.
Umsóknum skal skila á netfangið stefan@vogar.is